Spilakvöld
Það held ég. Við Arnar Ingi skruppum í heimsókn til Berglindar frænku og fjölskyldu í gærkvöldi. Hittum þar E.H. - I.R. og H.B. og var hin besta skemmtun. Var spilað eitthvað sem kallað var kínaskák. Ég hafði að vísu staðið í þeirri meiningu að þetta spil væri kallað kínaskák, en það er önnur saga. Þetta var þrælskemmtilegt og verður eflaust endurtekið við fyrsta tækifæri.
Allt ljómandi gott að frétta annars að því ég best veit. Veðráttan búin að vera frekar íslensk upp á síðkastið og við því er nú ósköp fátt að gera nema helst að flytja eitthvað annað!
Spennustigið fer hækkandi hjá manni þessa dagana því fljótlega brestur á með prófum eða nánar tiltekið á mánudaginn næsta. Prófatíminn er alltaf jafn hressandi og ekki skemmir fyrir að fá að læra yfir Páskana því eitt prófið verðu víst strax í vikunni þar á eftir.
Hafið það sem best þangað til næst.
Allt ljómandi gott að frétta annars að því ég best veit. Veðráttan búin að vera frekar íslensk upp á síðkastið og við því er nú ósköp fátt að gera nema helst að flytja eitthvað annað!
Spennustigið fer hækkandi hjá manni þessa dagana því fljótlega brestur á með prófum eða nánar tiltekið á mánudaginn næsta. Prófatíminn er alltaf jafn hressandi og ekki skemmir fyrir að fá að læra yfir Páskana því eitt prófið verðu víst strax í vikunni þar á eftir.
Hafið það sem best þangað til næst.
3 ummæli:
Audvitad kólnar hjá ykkur um leid og tad skánar vedrid hjá okkur...Ekki ad tad sé sól og sumar :S En allavega vorblída...svona oftast.
Gangi tér vel í prófalestrinum, alltaf hressandi ad taka nokkur próf og audvitad yndislegt tegar tad eydileggur hjá manni frí :( Beztu kvedjur hédan
Þangað til næst
Hæ, Ertu nokkud ad lesa yfir tig?? Ekkert bloggad í viku...ég er bara farin ad hafa áhyggjur! En gangi tér vel vid lesturinn!
Hilsen Harpa
Skrifa ummæli