Fáránlegt
Það hefur oft farið í taugarnar á mér þegar fólk skrifar heilu og hálfu greinarnar í blöð og tímarit án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Enn meira get ég látið fara í taugarnar á mér tilgangslaus skrif á svona bloggsíðum, sem fólk skoðar jú yfirleitt til að afla sér frétta, fróðleiks og skemmtunar. Eins og það sé ekki nóg annað að gera en eyða tíma í að lesa svoleiðis vitleysu. Hvernig dettur fólki þetta í hug. Ég er svoleiðis búinn að fá mig fullsaddan af þessu.
Ef menn hafa ekkert að segja þá er betra að sleppa því að skrifa frekar en skrifa eitthvað sem er ekki neitt. Svoleiðis aðstöðu gæti ég aldrei hugsað mér að lenda í.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli