Sjúkk
Jæja þá er maður búinn að fá út úr prófum og ljóst mun vera að allt slapp þetta fyrir horn, þó svo að einkunnir fylli ekki marga tugi þetta árið.
Núna er síðasta kennsluvika í gangi af þeim þremur sem ætlaðar eru undir síðasta áfanga annarinnar. Nefnist þetta hagnýt verkefni og fáum við að leika okkur svoldið í að lóða, teikna, bora og snitta ásamt ýmsu fleiru skemmtilegu. Eins og nafn áfangans ber með sér þá er þetta ákaflega nytsamt og hagnýtt verkefni og mun koma sér vel í framtíðinni að búa að þessari reynslu. Meðfylgjandi myndir sýna brot af þessu merkilega verkefni ásamt tveimur af þremur hópfélögum mínum fulla einbeitingar í verkefnavinnunni.
2 ummæli:
Frábært, til hamingju med prófin. Hilsen frá Dk
Very pretty site! Keep working. thnx!
»
Skrifa ummæli