mánudagur, maí 01, 2006

Vorið

Svei mér þá ef það er ekki farið að nálgast það sem kallað er vor. Gras er sumstaðar farið að grænka (þar sem hitaveiturör liggja undir) og fuglar farnir að "syngja" eins og sagt er. Síðustu daga hefur verið úrhellis sól þó svo að í gærkvöldi hafi komið glaða rigning. Við fengum heimsókn um helgina frá einum yndislegum vorboða. Býflugnadrottning flaug inn í herbergið hennar Lilju, en ekki hef ég hugmynd um hvernig hún tróð sér inn um opnanlega gluggann! Eins og kannski sést á meðfylgjandi mynd þá var þetta þokkalegasta hlussa.
Habba og Hjörtur skýrðu strákinn sinn um helgina og hlaut hann nafnið Alexander Rósant. Tommi og Guðrún skýrðu einnig sinn strák og heitir hann Þórólfur Hugi.
Innilegar hamingjuóskir til allra með öll þessi nöfn.

Engin ummæli: