sunnudagur, ágúst 20, 2006

Tveimur börnum síðar...........

Já það hefur töluvert gerst síðan síðast þó ekki sé ýkja langur tími liðinn. Við fjölskyldan höfum verið einstaklega mikið lítið í bænum og þegar svo er þá verður maður latari við rit og tölvustörf.
Einstaklega ánægjulegt er að bjóða velkomin í heiminn Emilíu Elvars&Hörpudóttur en hún fæddist þann 10. ágúst. Linda og Ottó eignuðust síðan gutta í gærkvöldi og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Eins langar okkur að óska þeim Kollu og Steinu til hamingju með athöfnina á laugardaginn og ekki laust við að maður sé hálf svekktur að hafa skrópað eftir að hafa fengið lýsingar á kvöldinu.
Nú eins og áður sagði þá höfum við lítið verið hér á suðvesturhorninu undanfarið. Inga skrapp í nokkra daga með þá stuttu í skoðun. Hún fékk ágætis einkunn, þyngist og lengist eins og á að vera. Hestar komu töluvert við sögu í ágúst og fengu flestir að koma með einhverjum hætti að hestaferðum hingað og þangað. Þetta var að sjálfsögðu stórskemmtilegt eins og vanalega og má búast við myndum fljótlega. Eins er ekki ólíklegt að bætist við myndir í flokkinn "prinsessan" og "ferðalög".
Nú nú skólinn fer síðan að bresta á (kl. 8.15 í fyrramálið) og hjá yngri deildinni á heimilinu hefst baráttan síðan á miðvikudaginn.
Læt þetta nægja í bili og megi þið eiga gott haust.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...sæll frændi! Er einmitt mikið búin að vera að hugsa til ykkar! Við verðum að fara að koma og kíkja á litlu prinsessuna og ykkur náttúrulega í leiðinni! Ertu kominn í bæinn núna eða enn á flakki??

INGIMAR sagði...

Já þið eruð alltaf velkomin. Ég er hættur að vinna, en reikna má með að við verðum lítið í bænum næstu helgar.