fimmtudagur, október 05, 2006

Örvar!

Mig skortir eitthvað þessa dagana sem örvar sköpunargleði- og ritfærnitaugarnar hjá mér. Þessi færsla verður því í styttra lagi vegna örvunarskorts.
Flest gott að frétta eins og að það styttist í að sú stutta verði ekki lengur sú stutta þar sem sú stutta lengist og eins þar sem styttist í skírn sem verður þann 22. n.k. Neibb það er ekki búið að ákveða nafnið, en það kemur allt saman. Setti inn nokkrar myndir af henni og einni þokukendar myndir úr seinni leitum í Fagradal.
Au revoir!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fínar myndir. Daman alltaf jafn sæt. Spennandi að hún sé loks að fá nafn ;)
Góða helgi!

Nafnlaus sagði...

þarftu eitthvað til að örva sköpunargleðina? Mæli með sturtuatriðinu ;) bið að heilsa öllum. Kv. Kolla Edda fræ