þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Heim

Já stelpurnar mínar eru komnar heim. Náði í þær út á flugvöll í dag og það var einstaklega ánægjulegt að sjá þær rölta í gegnum hliðið. Þær eru nú báðar alveg dauðþreyttar og sú styttri steinsefur alveg búin á því. Ferðin gekk alveg svakalega vel og voru þær báðar ánægðar með hana. Gaman að skoða myndir af þeim frænkum og vonandi koma nokkrar inn fljótlega. Harpa er búin að setja inn slatta af myndum á síðuna hennar Emilíu og eru þar margar skemmtilegar.
Læt þetta nægja í bili.
Badehra

Engin ummæli: