Í boði Nicorette!
Annar frábær sigur hjá strákunum í dag. Að þessu sinni fengu Túnis gaurarnir að kenna á baráttuvilja hjá vel stemmdum leikmönnum, þ.e.a.s. í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn bar flest einkenni Úkraínuleiksins en meiri Frakka stíll í þeim síðari. Líkt og síðast fór slatti af tyggjói hjá mér meðan á leik stóð og er ég alveg kominn með það á hreint að eitt tyggjó á fimm mín fresti gerir gæfumuninn! Þetta gífurlegabrúk togleðurs hjá mér hefur sínar slæmu hliðar og harðsperrur í kjálkum ásamt lausum fyllingum eru meðal þeirra.
Við höfum það annars ágætt hér á Ásbrautinni, Inga byrjuð að vinna á fullu og Erla Dagmar hjá dagmömmunni. Arnar og Lilja að sjálfsögðu á kafi í skólanum ásamt höfundi og gengur það bara ljómandi. Lilja að klára tíunda bekkinn í vor og samræmd stemming hjá henni. Hellingur af einhverju sem ég botna ekkert í á námsskránni hjá mér eins og vanalega.
Læt þetta duga í bili og vonandi get ég skrifað skemmtilegar línur hérna eftir leikinn gegn Pólverjum á morgun.
Bestu kveðjur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli