Stemming
Það var ljómandi gaman, mikill og góður matur hjá veiðifélögum mínum á villibráðakvöldinu. Það var gífurlegt úrval góðra rétta sem á einvhern ótrúlegan hátt manni tókst að smakka á. Sumir voru nú reynda svo saddir þegar borðhaldi var lokið að þeir áttu í vandræðum með að sitja og enn meiri vandræðum með söng. Húsið var algjör snilld en helst hefði mátt setja út á staðsetningu á heitum potti sem sneri upp í norðanáttina og algjörlega laus við að sólin skini á hann. Ljómandi vel heppnað allt saman þrátt fyrir þetta smáatriði. Setti inn nokkrar myndir (lét duga svona fyrir miðnætti myndir)!
Hér heima er það að frétta að Erla Dagmar hefur verið heima núna í rúma viku. Við fórum með hana til læknis í gær og er hún með smá eyrnabólgu og fékk penisilín við því. Hún er nú samt nokkuð hress að öðru leiti, en henni leiðist ekkert að láta halda á sér. Lilja Guðrún er heima líka með pest sem er ekki skemmtilegt fyrir hana. Vonandi fer þetta að jafna sig allt saman.
Látum þetta nægja í bili.
Hér heima er það að frétta að Erla Dagmar hefur verið heima núna í rúma viku. Við fórum með hana til læknis í gær og er hún með smá eyrnabólgu og fékk penisilín við því. Hún er nú samt nokkuð hress að öðru leiti, en henni leiðist ekkert að láta halda á sér. Lilja Guðrún er heima líka með pest sem er ekki skemmtilegt fyrir hana. Vonandi fer þetta að jafna sig allt saman.
Látum þetta nægja í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli