mánudagur, mars 12, 2007

Greindur

Ég er ekki viss en mig grunar að ég nái ekki að fullnýta nagladekkin mín í vetur. Talandi um nagladekk þá fór ég með bílinn á verkstæði á föstudaginn til að fá úr því skorið hvað ylli þessu pirrandi hljóði (klokk klokk klokk klokk og stundum hggg hggg hggg) sem ég hreyrði af og til í honum að framanverðu. Þeir tóku smá rúnt á honum, settu hann tvisvar upp á bílalyftu og hömuðust í honum í hálftíma en fundu ekkert að! Ég dó nú ekki ráðalaus og ákvað að fara bara með drusluna í skoðun og ná mér í grænann miða og fá um leið almennilega greiningu á þessu. Ég hef aldrei orðið vitni að annari eins hraðferð í gegnum skoðunarferlið og það eina sem sett var út á var léleg rúðuþurrka að aftan! Það hljómar fáránlega en ég var hálf svekktur að fá skoðun loksins þegar það tókst svona í fyrstu tilraun. Ég verð bara að keyra um og sætta mig við þetta hljóð af og til.
Erla Dagmar er búin að vera svoldið slöpp síðustu daga. Var á pensilíni út af eyrunum, fékk
sennilega ofnæmi fyrir því og fékk þá mixtúru við ofnæminu sem gerði hana frekar slappa og auma. Á laugardagsnóttina fékk hún síðan gubbupest og eftir það hefur þetta legið niðurávið, eða þannig. Hún hefur ekki mikla matarlyst og er frekar lítil í sér. Við erum að fara í mat í Þorláksgeislan í kvöld og kannski fær hún matarlystina aftur og gúffar í sig lambalæri!
Arnar Ingi fór í morgun á mínar æskuslóðir, að Laugum nánar tiltekið, og verður þar þessa vikuna í ungmennabúðum. Vonandi verður jafn gaman hjá honum og það var þessi ár sem ég átti þarna.
Jæja hættur í bili og hafið það sem best.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð að fá þig til að renna mínum í gegnum skoðun líka... :)

Nafnlaus sagði...

Bílnum?