þriðjudagur, september 18, 2007

Fundið!

Já það fundust nokkrar rollur um helgina, enda er maður alveg hrikalega "findinn". Það var nokkuð kalt og sérstaklega var maður veður og vindbarinn eftir stutta dvöl út í Skarðsrétt á laugardagskvöldinu. Af nógu var þó að taka til að halda á fólki hita og slapp þetta allt fyrir horn (á þessari annars nokkuð svo hringlaga rétt)! Lauk útkeyrslu fjársins um kl 22 og þegar heim var komið, var tekið til við að syngja ótæpilega og drekka af hjartans list. Grátt var orðið niður hlíðar fjalla á sunnudagsmorgunn og notalegt að þurfa ekki að þvælast þar um.
Öll hin í fjölskyldunni voru á Kjörseyri og fundu líka helling af rollum. Þar gekk allt ljómandi vel þrátt fyrir töluverða bleytu á heiðum. Þau fóru síðan í nýju réttina á Hvalsá sem var verið að vígja sem var ljómandi skemmtilegt.
Við bíðum rosalega spennt eftir því að Erla Dagmar þori að sleppa sér alveg og labba. Hún getur það alveg en er eitthvað smeik við þetta allt saman.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá tók ég nánast engar myndir í leitunum að þessu sinni, gengur bara betur næst.
Þangað til næst, hafið það gott.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá það er svo langt síðan ég kíkti síðast að ég missti næstum af einni færslu í sept! ;) Gaman að sjá að netið sé byrjað að draga þig frá lærdómnum :) í bili - í bili
hilsen, hej hej Bergling fræ og co

Nafnlaus sagði...

...finn ekki nýju færslurnar...
Vona að þér gangi betur með féð um helgina fyrst ég verð ekki þarna að sópa þessu saman ;)