mánudagur, október 01, 2007

Amma kom í leitirnar!

Seinni leit var haldin hátíðleg um helgina, norðan lands og vestan. Við amma fórum saman í sveitina á bjútíboxinu hennar og það var alveg sama hvar við stoppuðum til að kaupa eitthvað, alltaf þurfti hún að veifa seðlum eða kortum framan í afgreiðslufólkið án þess að ég fengi rönd við reist. Meira að segja þegar ég ætlaði á klósettið í Borgarnesi á suðurleið, lét hún mig hafa 500kr "svona til öryggis" eins og hún orðaði það minnir mig. Mögnuð hún amma.
Leitirnar gengu ljómandi vel og síðast þegar ég frétti voru ekkert svo margar rollur til sýnis upp í klettum. Við sluppum heim fyrir rigningu og þoku á laugardeginum þannig að þetta var hið besta mál. Frábært veður á sunnudeginum sem gerði það ekkert auðveldara að yfirgefa svæðið.
Erla Dagmar var veik alla síðustu viku og fór því ekkert til dagmömmunnar. Byrjaði aftur í morgun og er orðin hress. Ótrúlega frek samt, er víst frá mér skilst mér! Hún er farin að labba um íbúðina, en fer afskaplega varlega svo ekki sé meira sagt. Er allt að koma og verður æðislegt þegar hún fer að fara hjálparlaust upp stigana hér í blokkinni!
Inga Rut og Einar voru að flytja í nýju íbúðina sína fyrir rúmri viku. Til hamingju með það. Berglind og Gunni voru að flytja úr sinni um helgina. Til hamingju með það.
Valur varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla um helgina. Til hamingju með það. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu kvenna um helgina. Svona er lífið!
Gott í bili, hafið það sem best.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert auðvitað ENGAN veginn að standa þig í myndamálum! Mætti halda að þú værir eitthvað bissí þessa dagana!!!

Nafnlaus sagði...

Amma stendur fyrir sínu :)

Nafnlaus sagði...

Pottþétt frá þér :)

Nafnlaus sagði...

Já þetta komment var semsagt frá mér! Ég er búin að reyna að kommenta svona tíu sinnum og gat það loksins þegar ég nennti ekki að segja til nafns. Ég var að meina að hún hafi ákveðnina pottþétt frá þér hehe... hvernig væri svo að splæsa í stækkunargler, eigum við að ræða það eitthvað ;)
Kv. Fanney

Nafnlaus sagði...

Gott þú fannst ömmu þína...svona til öryggis. Ákveðni hvað? En já takk Immi minn - sko alveg heilmikil hamingja að vera flutt heim til mömmu :) Sko alveg kósý... bara farin að kvíða því að þurfa að flytja Aftur að heiman! En það hlýtur að takast eins og annað :) Vona bara að mamma og pabbi flytji ekki út áður! ...neinei í alvöru. Ótrúlega næs!

Unknown sagði...

Nýbúin að skrifa í gestabókina þína og munar svo sum ekki um að skrifa hér líka:

Blessaður Ingimar.
Nú á haustdögum standa yfir leitir, og nú er ég að leita að þér og öðrum úr 69 árganginum á Laugum :-)
Ég gúúúúglaði þig og fann þessa stórskemmtilegu bullsíðu. Það er gott að þú bullar enn.. :-)
Sendu mér línu á netfangið mitt.
kv
Ása