laugardagur, október 22, 2005

Tilraun 1

Já svona verður það ha, ég verð að fá útrás fyrir bullið í mér einhversstaðar. Þetta er ekki verri staður en hver annar, sérstaklega þar sem engin veit af þessari síðu enn sem komið er. Þannig er jú mál með vexti að fjölskyldan er að verða nokkuð leið á bullinu í mér og ekki kæmi mér á óvart þó skólafélagarnir væru farnir að finna eitthvað fyrir þessu. Staðan er semsagt svona í bili: Ég skrifa og æfi mig og svo þegar ég veit hvort að ég er að nenna þessu eða geti bullað nógu mikið til að einhver nenni að skoða þetta, þá “kannski” mun fólk fá að frétta af þessari síðu. Þangað til verðum það bara þú og ég Ingimar minn, engar klukkur, engar skoðanakannanir, engar myndir til að skoða, bara þú og ég.

Engin ummæli: