Sorgarfréttir
Runólfur er allur! Já svoleiðis fór það nú á endanum og sennilega það besta sem gat gerst fyrst ástandið var orðið svona. Þetta var orðið ansi erfitt undir það síðasta, fyrir okkur öll held ég. Held að gangaráðurinn hafi verið farinn að gefa sig og svo átti hann orðið bágt með að halda einhverju í sér, lak allt úr að aftan. Aumingja Inga gat varla afborið að horfa upp á hann veslast upp hægt og rólega án þess að geta gert neitt, meira að segja þegar það var ljóst að endalokin voru að nálgast hafði hún ekki brjóst í sér til að kveðja almennilega. Það kom í minn hlut að fylgja honum síðasta spölinn og sjá um öll þessi leiðinda pappírsmál sem fylgja svona löguðu.
En hvað sem öðru líður þá er þessum kafla lokið, þ.e.a.s. um leið og ég er búinn að skila inn númerunum og fá greiddar 15þús krónur fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli