föstudagur, desember 23, 2005

Húba hopp

Oooooooooo hvað jólin eru yndislegur tími og hvað við eigum henni Maju mikið að þakka með því að ljúga sig svona nett út úr framhjáhaldinu á sínum tíma.

Hér hjá okkur er nú allt að verða klárt fyrir blessuð jólin. Mamma og tengdamamma eru loksins búnar að baka uppáhaldssmákökurnar okkar, Kalli og Steina búin að steikja laufabrauðið fyrir okkur, en við verðum víst að gera restina að mestu sjálf! Fórum reyndar áðan og versluðum það helsta sem þörf er á til átu næstu daga. Jólagjafirnar að mestu komnar og þá á bara eftir að henda upp jólatrénu og laga örlítið til (við fengum engan í það nebbnilega)

Hér stefnir semsagt í alveg meiriháttar jól hjá okkur ÖLLUM

Engin ummæli: