mánudagur, desember 19, 2005

BRABB

Jæja þá er þessi önn formlega búin með síðasta prófi í morgun úr blessuðum Java-áfanganum. Vona bara að herra&frú Java verði í jólaskapi þegar þau fara yfir prófin!
Núna verður lærdómur lagður á hilluna fram yfir jólin og maður reynir að koma sér í enn meira jólastuð en hingað til hefur verið, eins og með því að fara og kaupa jólatré og síðustu gjafirnar. Svo á maður eftir að skera nokkur laufabrauð ásamt hinu og þessu dúlleríi sem maður er svo laginn við.
Ætli maður reyni síðan ekki að hreinsa upp þau rafmagnsævintýri sem liggja eftir mann hingað og þangað um bæinn.
Annars verður margt í heimili hér um jólin, ég taldi 9 stykki held ég, þ.e. ég, Inga, Lilja, Arnar, fiskarnir(2stk), hamsturinn og síðan bættust við í gær þau Moli og Tinna. Þau eru semsagt tveir kettir sem verða í pössun hér fram til 28. des (að ég held).Það verður því frekar líflegt hérna næstu daga, eða þangað til kettirnir ná að éta bæði fiskana og hamsturinn

Stuðkveðjur

Engin ummæli: