þriðjudagur, desember 27, 2005

Hrikalegt vambamál

Já þá er þessi étaogsofaognennaekkineinuöðru tími liðinn í bili. Maður er mættur í skólan og byrjaður að læra (aftur það sama) á fullu fyrir próf (sama)
Annars erum við búin að hafa það alveg dásamlegt um jólin. Fórum í jólaboð í gær heim til Þórólfs. Þar voru mætt þau systkini mömmu sem búsett eru hér syðra ásamt flestum afkomendum og síðan mættu einnig á svæðið (alla leið úr Búðardal) Karl Ingi og Steina með sín börn. Þetta var alveg ljómandi gaman og gott að fá eitthvað að borða.
Núna er semsagt verið að reyna að gíra sig inn á lærdóminn, en það gengur nú svona upp og niður, ekkert ósvipað og jólamaturinn hagar sér núna.
Ég gaf Ingu heilsukodda í jólagjöf og hún er búin að sofa síðan, ég fæ ekki einu sinn að prófa! (hefðum þurft að gefa þessum köttum svona heilsukodda)

Gott í bili

Engin ummæli: