Endalokin nálgast
Já ég hef það fyrir víst að þetta ár sé að líða undir lok og það sem meira er að næsta ár fer að byrja fljótlega.
Skrambi skrítið, ég tók varla eftir því að þetta væri svona langt komið, ætli Halldór viti af þessu. Nei annars hann á öruggleg við nógu mörg vandamál að stríða þessa síðustu daga ársins.
Magnað samt hvað maður getur verið vanþakklátur alltaf hreint, kvartandi út af samráði hjá hinum og þessum, einokun og skrítnum lögum ásamt mörgu fleiru eru bara að mergsjúga mann smátt og smátt. Maður á að vera feginn að búa ekki í Írak eða í þessum löndum þarna þar sem borgir og bæir eru skírðir eftir vikudögnum!
Ha vikudögunum spurja eflaust margir. Jú ég hef nefnilega tekið eftir þessu í fréttum undanfarið og líka að sumir bæirnir eru mun hættulegri en aðrir. Sá bær sem er áberandi hættulegastur er hinn svokallaði "Föstudagsbær" (sem ég held að sé til í nokkrum löndum þarna fyrir botni Miðjararhafs) Ég veit ekki með ykkur en ég hef heyrt töluvert af því að þangað sé hættulegt að fara eða réttara sagt að yfirgefa hann því það kemur reglulega í fréttum að fólk sé stráfellt þegar það er að koma frá Föstudagsbænum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli