The end
Jæja þá er komið að því. Það er kominn gamlársdagur og þegar þetta er ritað eru tæpar 9 klst til miðnættis sem táknar um leið komu nýs árs.
Þessi færsla verður sú síðasta á þessu ári og ekki úr vegi að rifja upp þá atburði sem stóðu upp úr á árinu sem er að líða.
Þar sem enginn nennir að lesa svoleiðis þá ætla ég einungis að nefna þann atburð sem mér finnst standa upp úr og stendur mér næst en það er, eins og tengdapabbi orðar það svo skemmtilega, þegar við Inga settum upp "handjárnin" á aðfangadagskvöld. Þetta var ógleymanleg stund og núna fyrstu vikurnar eftir þennan merkisatburð haga ég mér ekkert ósvipað Gollrir nokkrum sem var alveg dolfallinn (jafnvel eitthvað meira) yfir djásninu sínu.
Að lokum langar mig að óska þeim sem villast af og til inn á þessa síðu, gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Megi allt gott henda ykkur á því nýja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli