þriðjudagur, janúar 03, 2006

Það er allt að gerast

Góðan dag og gleðilegt ár öllsömul.

Já það er heilmikið í gangi hjá okkur öllum þessa dagana. Inga og krakkarnir eru að fara í loftið kl 15.15 í dag og eiga að vera ca 5 tíma á flugi, verða væntanlega komin á hótelið seint í kvöld. Ég er að fara í blessað stærðfræðiprófið (aftur) kl 14 - 18 og hef því ekki tök á að keyra familíuna út á völl. Laufey ætlar að vera svo elskuleg að skutla þeim.
Ég elti þau síðan þann 10. en á eftir að semja við einhvern að skutla mér
Annars hef ég svo sem ekkert mikið að segja að sinni, vona að flestir hafi átt ánægjuleg áramót líkt og við áttum heima hjá Kalla og co í Rofabænum.
Læt þetta duga að sinni en ætla að reyna að setja inn einstaka fréttir frá Kanarý næstu daga myndir koma væntanlega fljótlega eftir ferðina (17.jan)

Hafið það sem best.

Engin ummæli: