þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Búmm

Ok ég held að sumir taki sprengidaginn full alvarlega. Þegar ég var lítill þá var mesti spenningurinn að næla öskupokum á pabba, mömmu og bræðurna (helst að stinga óvart í bræðurna) og síðan fékk maður saltkjöt og baunir, eintóm hamingja.

Nú er þessi alíslenski þjóðlegi siður farinn að taka á sig nýjar myndir.

Í fréttum í morgun var sprenging í Írak, svoldið ýktir þarna suðausturfrá, en þar voru menn víst að rífast yfir öskupokum eða einhverju álíka gáfulegu. Síðan þegar ég var á leiðinni í skólan í morgun þá var hálfgert umferðaröngþveiti á Reykjanesbrautinni sem hafði að náttúrulega áhrif á alla umferð frá Mosó og niður í bæ. Ástæðan mun hafa verið sú að Alfredó ætlar að kveðja með einhverri barnslegri gleði og ákvað að sprengja eitt hitaveiturör í tilefni dagsins. Ekkert voða sniðugt því heitavatnslaust varð í hálfri borginni fram undir hádegi.

Ég vona að fleiri missi sig ekki í þvílíkum uppátækjum og fái sér bara saltkjöt og baunir í kvöld og ef einhverjir muna eftir öskupokunum (í staðin fyrir að fylla krakkana af sælgæti og óhollustu) og reyni að hafa gaman af.

Ég læt þetta nægja í bili, en hef fyrirvara á því að mér detti meiri vitleysa í hug.

Engin ummæli: