sunnudagur, febrúar 26, 2006

Já maður

Það var mikið etið, hlegið, etið, spjallað, etið og borðað í gærkvöldi á hinu árlega villibráðarkvöldi okkar veiðifélaganna. Byrjað var um áttaleitið og var verið að þangað til fólk fór heim. Réttirnir voru hver öðrum betri, gæsir í alls konar útfærslum, lax, bleikja, grafið lamb, krónhjartarsteik og margt fleira lostæti var á boðstólum. Óhætt að segja að enginn hafi farið svangur heim. Mikið stuð var á mannskapnum og langar mig að þakka öllum viðstöddum fyrir góða kvöldstund. Ég tók nokkrar myndir og brot af þeim má sjá inn á myndasíðunni.

Bless í bili.

Engin ummæli: