laugardagur, mars 11, 2006

HVURSLAGS!

Ég er nú alveg hættur að botna í þessu, ekkert barn fæðst hjá kunningjum eða frændfólki síðustu þrjá sólarhringa. Annars hljóta 17. júní börnin að fara koma fljótlega.

Veit ekki hvort þið hafið tekið eftir “umræðum” á alþingi síðustu sólarhringa, en þar er verið að spjalla um einhver vatnalög. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alveg frábært hvað stjórnarandstaðan stendur sig vel. Það er jú alveg ótækt ef að landeigendur, sem eru aðallega bændur, fá bara einhvern einkarétt á því sem er á þeirra landi og tala nú ekki um ef það er verðmætt. Það er alveg nóg sem bændur eru að græða á búskapnum þó að þeir fari nú ekki að græða á hlunnindunum líka. Óhugguleg tilhugsun ef að laun bónda fari uppí eða (........... forði okkur frá því) jafnvel uppfyrir laun hjá vinnuskóla Reykjavíkur. Hugsið ykkur bara þá aðstöðu sem þeir kæmust í, t.d. að kaupa upp heilu og hálfu.......................................................tja vinnusamfestingana eða eitthvað í þá áttina.

Nei í svona aðstöðu megum við ekki koma þessari stétt í, einhverskonar Animal Group sem teygja mundi anga sína út að þjóðvegum landsins.

Óhuggulegt.

Bestu kveðjur.

Engin ummæli: