þriðjudagur, apríl 11, 2006

Festum festorum

Jú jú rétt til getið, hátíð hátíðanna eins páskahátíðin var kölluð af kirkjufeðrunnum fyrir nokkur þúsund árum, gengur í garð á allra næstu dögum. Margir velta lítið fyrir sér hver ástæðan er fyrir þessu ágæta fríi svo lengi sem það er bara frí. Þeir sem fæddir eru í lok síðustu aldar og í byrjun þessarar tengja þessa daga við risastóru Súkkulaðihænunna og jafnvel einu eða tveimur kjúkklingabúum. Velflestir standa í þeirri trú að þetta allt saman hafi byrjað fyrir rúmlega 1973 árum síðan við fæðingu Jesú. ERROR! Þessi siður á sér miklu eldra upphaf. Sennilega hefur þetta byrjað sem uppskeruhátíð bænda/hirðingja af ættum Hebrea/Ísraelsmanna, löngu fyrir aldamótin 0! Þökk sé þeim Hebbum að við fáum nokkurra daga frí einu sinni á ári. Já og þeim sem útfærðu hann og þróuðu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skil nú ekki alveg þessa útreikninga frá fæðingu Jesú :)
Var hann kannski bara fæddur þarna í byrjun árs 1969 ;)

INGIMAR sagði...

Það er nú einu sinni svo að haldið er upp á páskana í tengslum við UPPRISU Jesú en ekki fæðingu. Talið er að hann hafi verið 33 ára þegar hann var krossfestur. Eftir flókna útreikninga í forriti sem er sérútbúið til aldursgreininga fékk ég út: 2006(sem er árið í ár) mínus 33(sem er aldur Jesú) jafnt og 1973. Þar sem tímatalið á nú að vera miðað við fæðingu hans þá datt mér í hug að þetta liti einhvern veginn svona út. Hitt er svo annað mál að þeir sem eru fæddir í byrjun árs 1969 koma sterklega til greina í þessum flokki ;)