
Nóg að gera í söngvakeppnum þessa dagana. Framhaldsskólarnir öttu keppni í söngvum síðastliðið laugardagskvöl. Það er svipað með þessa keppni og Idolið að ég hef gjörsamlega einangrað mig frá umheiminum til að fylgjast með þessum stórviðburðum og þar af leiðandi hef ég yfigripsmikla sýn yfir keppndur og vel dómbær á sigurvegara. Líkt og með Idolið þá var ég löngu búinn að sjá fyrir sigurvegaran í þessari keppni. Það skemmir svo ekki fyrir að hún Helga Ingibjörg átti heima í Saurbænum þegar hún var lítil og hefur það örugglega hjálpað henni að ná þetta langt. Að vísu lenti hún í því að ég lék svoldið við hana þegar hún var lítil, en svo virðist sem hún hafi náð að vinna sig út úr því og stendur sig ljómandi vel.
Til hamingju með þetta Helga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli