
Nei.. ekkert dónalegt! Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá virðist spá mín um úrslit í IDOLINU hafa gengið eftir. Ég hef margoft fullyrt hér á síðunni að akkurat þessi gaur væri aðalgaurinn (í augnablikinu man ég ekki hvað hann heitir) og myndi vinna. Ég hef virkilega fylgst ógeðslega mikið með þessum þáttum í hvert einasta skipti sem ég var nálægt sjónvarpi sem var óruglað! Sú sem var í öðru sæti var alveg hörku góð líka skilst mér, en eins og sagt er þá getur bara einn unnið (nema í hópkeppnum náttúrulega). Að þessu tilefni væri sennilega rétt að óska hlutaðeigandi til hamingju, sérstaklega þeim sem öðlast líf á föstudagskvöldum að nýju.
Til hamingju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli