miðvikudagur, maí 03, 2006

Kýrhaus!

Já margt býr í kýrhausnum segir einhversstaðar. Af hverju kýrhaus veit ég ekki en orðatiltækið er ágætt. Ég var að lesa það merka rit Birtu, sem berst í bréfalúgur hér á höfuðborgarsvæðinu allavega. Fyrir þá sem ekki kannast við ritið þá er þetta nokkurskonar alfræðirit sem birtir allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í viku hverri. Á einni blaðsíðunni rakst ég á magnaðan fróðleik í tengslum við heilsu og fleira.
Þar stendur meðal annars þetta: Borðaðu fimm ávexti eða fimm skammta af grænmeti á dag. Við það lengist líf þitt um 3 ár. Að hætta að reykja lengir líf þitt um 5 ár.
Þetta er svoldið merkilegt þykir mér og verð ég að segja að ég hálfpartinn vorkenni þeim sem ekki reykja að missa af þessum möguleika að lengja lífið um 5 ár. Þeir hafa þó þessi 3 ár ef byrjað er strax að skófla í sig ávöxtum eða grænmeti.
Fleira úr kýrhausnum merkilega.
Ég fékk þær fréttir sendar nú í dag að merkilegur áfangi yrði fljótlega upp úr miðnættinu. Núna kl 2 mín og 3 sek yfir 01 í nótt eða þann 4. maí 2006 verður augnablikið

01:02:03 04.05.06
Þetta gerist aldrei aftur á okkar ævi og eru ca 400 kynslóðir í að mannkynið endurlifi þennan atburð!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»