laugardagur, maí 13, 2006

Sveitin

Eins og glöggir skoðarar geta séð á meðfylgjandi myndum þá eru hér myndir af heitum potti og þeir sem enn gleggri eru sjá að annars vegar er þetta í Fagradal og hins vegar að í honum liggja hjónin á bænum. Já þau fjárfestu sem sagt í þessu apparatus í vikunni og var hann orðinn virkur upp úr hádeginu í dag. Myndin hér að ofan sýnir fyrstu dýfingu í pottinum.
Einn galli er þó á þessu öllu saman en það er blessaður sauðburðurinn. Já þær byrja með látum og engin tími til að láta loftbólur og vatnsbunur gæla við lúna vöðva og stirða liði. En blíðunni í dag var ekki hægt að sleppa til að prófa gripinn og gerðu það flestir sem hér eru um helgina.
Sennilega hafa flestir áttað sig á því að ég er sem sagt staddur í Fagradal. Ég stakk fjölskylduna af og laumaði mér hingað á fimmtudagskvöldið. Þurfti jú að tengja pottinn og svo er alltaf gaman að draga nokkur lömb úr rollum.



















1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»