laugardagur, maí 20, 2006

Til hamingju Finnland!

Jæja þá kemur enn eitt bullið, já þið eru heppin hvað ég er orðinn latur við þetta núorðið og væntanlega kemur til með að lengjast á milli bullkorna í sumar, að vísu verður þetta lengra í einu og þá verður bara að hafa það.
Sumar já, ég fann mér sumarvinnu við að keyra um landið með einum skólafélaga og við fáum meira að segja borgað fyrir. Vegagerðin er með verkefni í gangi sem gengur út á að setja upp miðlægan gagnagrunn þar sem allar vegmerkingar eru settar inn með GPS punktum og þá meina ég ALLAR. Þetta lítur ágætlega út en ég hef örlitlar áhyggjur af að þyngdarafl jarðar muni hafa meiri áhrif á mig í haust en nú er!

Annars vorum við Arnar Ingi að horfa á skondinn skemmtiþátt er nefnist Evróvision. Ég er búinn að skemmta mér konunglega og hlegið eins og hálfviti yfir skemmtiatriðunum, en ég var orðinn eylítið þreyttur á þessum lögum sem komu alltaf á milli atriða. Sigmar held ég að brandarkallinn hafi heitið og fáir ef einhver brandari hjá honum klikkaði, að vísu voru búningar hjá ansi mörgum sem skemmdu ekki fyrir áhorfinu. Allavega þá vil ég þakka Sigmari fyrir hans framlag.
Sorglegt samt að verða vitni að þeim ranghugmyndum hjá áhorfendum ásamt fjölda annara að um raunverulega keppni sé að ræða og þar af leiðandi að verið sé að gera grín að einhverri keppni. Ha ha ha ha ha kjánagrey og bara búú á ykkur líka.

Að lokum vil ég óska Finnum til hamingju með sigurinn og þau voru virkilega vel að honum komin. Mohahahahahaha

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta júró maður... mér fannst einmitt sigmar alvegfrábær... og mikið eru foreldrar þínir heppnir með að vera komin með heitan pott... væri alveg til í eins og eitt stykki...

Nafnlaus sagði...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»

Nafnlaus sagði...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

Nafnlaus sagði...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»