þriðjudagur, júní 27, 2006

HAMINGJA


Já það held ég. Inga hringdi í mig um hádegisbilið í dag þar sem ég var staddur á Möðrudalsöræfum og sagði að sennilega þyrfti hún að fara í keisaraskurð í kvöld. Nú nú í stuttu máli sagt þá tókst mér að komast í flug á Egilsstöðum, var kominn upp á spítala kl. 20.50 og í heiminn kom þessi prinsessa kl. 21.19. Hún ákvað að koma nokkrum vikum fyrr en áætlað var. Þrátt fyrir það þá vóg hún 2.960 grömm og mældist 49,5cm
Þeim mæðgum heilsast alveg ágætlega, en ég er í hálfgerðu áfalli ennþá.
Fleiri fréttir og myndir munu vafalaust berast síðar.

9 ummæli:

Inga Rut sagði...

Frábært að heyra að allt gekk vel :) Innilegar hamingjuóskir með prinsessuna,
Inga Rut, Einar og Hanna Björg

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ STUBBALÍNU INGIMARSDÓTTIR!!!!
Flottir þessar rauðu lúffur sem hún hefur fengið í sængurgjöf.
Skil vel að þú hafir verið í skralli fyrri part dags,,,,en þá er gleðin meiri þegar allt gengur vel.
3kg og 0,5m hummmm...var túrbóinn á??
SJ

Nafnlaus sagði...

Já til hamingju enn of aftur! :) Þetta hefur verið stress á ykkur fjölskyldunni í dag en gott að þetta gekk svona vel. Beztu kveðjur frá okkur í Odense

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu prinsessuna elsku frændi, Inga og systkini.
Kossar og knús frá okkur á Litla-Læk ...Berglind, Gunni og Halldór Ásgeir.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir. Gott þegar allt gengur vel.
Vogalandsfjölskyldan

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara frábært, innilega til hamingjum með prinsessuna. Ekki að sjá að hún sé eitthvað fyrir tíman, svo flott, búttuleg og fín. Gott að öllum heilsast vel, uff skil stressið en fór allt á besta veg. Bestu kveðjur úr Mosó Brynja og co.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju,rosa sæt stelpa.Sennilega verður hún alltaf snögg upp á lagið og gerir sín eigin plön í framtíðinni,og hirðir lítið um hvað ykkur finnst.hehehe
sjálfstæð kona og það verður mikið að gera.Bestu kveðjur og hlökkum til að knúsa litlu frænku.3.í flúðaseli

Yggla sagði...

halló halló!!!

innilega til hamingju með litla dýrið (sem er nú ekkert svo lítil) sem hefur að sjálfsögðu viljað koma í heiminn fyrir verslunarmannahelgi;)... það veitir á skemmtileg unglingsár (bæði fyrir foreldra og ungling... hehehe).

gott að heyra að öllum heilsist vel og minni nýbakaðan föður á að koníaksTÁR hefur einstaklega róandi áhrif á allar taugar;)...

knúsar og kossar á hele familínzki

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með dótturina, vonandi gengur allt eins og á verður kosið :)

Kv. Baldur
bróðir Eiríks báðir Hauksynir