mánudagur, júní 26, 2006

Þreyttur

Já það eru engar ýkjur að maður er hálf þreyttur eftir helgina. Fórum á Kjörseyri og tókum þátt í að samgleðjast Huldu, sem fyrir ekki svo löngu rauf þrjátíu ára múrinn. Það var mikið fjör og margt fólk sem skemmti sér hið besta fram eftir nóttu á Jónsmessu. Tengdó tóku á móti öllu liðinu og var búið að útbúa hlöðuna undir herlegheitin. Hér fyrir ofan má sjá afmælisbarnið og nokkrar fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
Ég fer skömmu síðar í flug til Egilsstaða og verð á þvælingi í grend við Vopnafjörð, Langanes og þar í kring. Vonandi getur maður séð eitt og eitt rautt spjald í þessari spjaldakeppni sem nú fer fram í Þýskalandi. Félagarnir eru núna inn í Veiðivötnum að moka upp afla og viðurkenni ég alveg að þar hefði verið gaman að vera, en að þessu sinni var það illframkvæmanlegt og verður bara skemmtilegra næst.
Segjum það í bili og þangað til næst.........

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínar myndir, virðist hafa verið mikið gaman um helgina og veðrið hefur leikið við ykkur þarna í Hrútafirðinum. Frábært!
En góða vinnuviku á austfjörðum :) Kv. héðan...

Yggla sagði...

frábærar myndir...og mikið rosalega lítur afmælisbarnið vel út, sér í lagi miðað við aldur!!!;);)

en þakka enn og aftur fyrir mig, óborganleg og ógleymanleg skemmtun!!!