föstudagur, júlí 07, 2006

Gaman

Já það er rosalega gaman að vera mættur aftur á svæðið. Þræddi í vikunni alla frægustu og fallegustu staði landsins, svo sem Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörð og fleira. Reyndi að hitta Bush en það gekk ekki alveg þar sem hann var lengst fram með Selá að veiða og Octavian komst ekki þangað!
Héðan er bara ljómandi gott að frétta. Sú stutta stendur sig alltaf jafnvel og er að komast upp á lag með að drekka hjá mömmu sinni. Við erum að vona að hún komist heim fyrir næstu helgi ef allt gengur vel. Húfuna á myndinni dundaði ég mér við að prjóna í fluginu............. eða ekki!
Setti inn nokkrar nýjar myndir fyrir þau ykkar sem mögulega gætu haft áhuga á því. Meira síðar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt af myndunum að dæma að þær gömlu og reyndu í bransanum (þ.e. mamma og IngaDan) kunna enn handtökin á þessum litlu :).
Allt gott héðan, búin að vera hitabylgja hér alla vikuna og allt í steik. En sem betur fer, á hitastigið að fara aðeins lækkandi skv. spánni. Góða helgi! og njóttu tímans í faðmi fjölskyldunnar.

Nafnlaus sagði...

Sver sig í móðurættina, það er greinilegt - alltaf að verða fallegri og fallegri. Veit ekki hvernig þetta endar :-)
Knúsar frá Vogalandsfamilinskí

Yggla sagði...

hún er alveg gullfalleg stelpuskottan!!!

greinilega gæðablanda á ferðinni
knúzar og kozzar