sunnudagur, júlí 02, 2006

Svefnpurka

Sú stutta líkist pabba sínum meira í hegðun en mömmu sinni svona í upphafi ferilsins! Hún virðist allavega eiga auðvelt með að sofa og sefur fast. Annars hefur hún það ljómandi gott þarna hjá þeim á vökudeildinni og dafnar vel. Inga kom heim í gær og við skreppum nokkuð ört til stelpunnar að gefa henni að borða. Reyndar held ég að við séum meira þarna niðurfrá heldur en heima. Hér heima hefur nú samt þurft að gera eitthvað og undirbúa heimkomu. Ég skrapp í RL-húsgögn í gær og fjárfesti í þessari líka öndvegis kommóðu og fyrstu vélarnar þvegnar af litlum hvítum fötum og dóti sem fylgir.
Margt erfitt hef ég prófað um daganna, en sennilega ekkert í líkingu við það að þurfa að fara að vinna á morgun! Það sem er líka frekar leiðinlegt er að ég er að fara á norðausturhorn landsins út vikuna. Svona verður þetta víst að vera og lítið hægt að gera við því. Sem betur fer eru bæði Lilja og Arnar heimavið og geta hjálpað til.
Gleðifréttir bárust frá landsmóti hestamanna í morgun þegar ljóst var að Fanneyu frænku hefði tekist að ná öðru sætinu í A-úrslitum í ungmennaflokki. Detta mér þá í hug að því tilefni þessi fleygu orð "til hamingju með árangurinn".
Læt þetta nægja að sinni og vonandi get ég sett inn einhverja stafi hér fljótlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Harpa benti mér á síðuna. Innilega til hamingju með ungann. Stelpan virkar alveg ótrúlega stór og fullorðinsleg á þessum myndum, og samt fædd svona fyrir tímann! :o Ég á eina pínulitla glænýja frænku sem kom á réttum tíma en var af sömu stærð! :-)
Gangi ykkur rosa vel og kysstu endilega mæðgurnar frá mér.

Kveðja,
Heiðrún Sig.