Heima er best
Héðan frá Akureyri er allt ágætt að frétta, en fréttirnar að sunnan eru þó öllu skemmtilegri. Það er allavega mín skoðun því að Inga sagði mér í dag að sú stutta nennti ekki að vera lengur á spítalanum og ætlar að fara heim á morgun. Já það er harka í henni og er farin að drekka allt sjálf og laus við slönguna úr nefinu. Það verður gaman að koma suður um helgina þó ég neiti því ekki að skemmtilegra hefði verið að taka þátt í heimkomunni. Sem betur fer var ég löngu búinn að gera ALLT klárt heima þannig að ég er voða afslappaður hér nyrðra............ eða þannig. Berglind frænka var svo elskuleg að lána okkur bílstól, sem Halldór Ásgeir er vaxinn upp úr, svo hægt væri að koma henni heim. Brynja fór og lét sníða til nýja dýnu í vögguna sem kemur á morgun þannig að þið sjáið að þetta er allt "under controle" hjá manni!
Fleiri góðar fréttir bárust í dag að sunnan, en Gunnhildur frænka eignaðist myndar strák og gerði það bara heima. Innilega til hamingju með það kæra fjölskylda. Annars grunar mig að Gunnhildur hafi ákveðið að eiga heima til að hann yrði allavega á undan heim fyrst að daman okkar svindlaði og kom á undan í heiminn. Snjallt hjá þér frænka :)
Fleiri góðar fréttir bárust í dag að sunnan, en Gunnhildur frænka eignaðist myndar strák og gerði það bara heima. Innilega til hamingju með það kæra fjölskylda. Annars grunar mig að Gunnhildur hafi ákveðið að eiga heima til að hann yrði allavega á undan heim fyrst að daman okkar svindlaði og kom á undan í heiminn. Snjallt hjá þér frænka :)
1 ummæli:
Hva, maður verður að hafa smá metnað í þessari keppni ;) Til hamingju með áfangann! Gangi ykkur vel með allt saman.
kveðja Gunnhildur
Skrifa ummæli