Vatnavextir
Það er ýmislegt sem maður lendir í fyrir norðan. Þessi mynd er tekin í einum af þeim fjölmörgu Eyjafjarðardölum sem við "fundum" í síðustu viku. Blessuð Octavían hafði lítið að gera í þessa leið, en sem betur fer var kominn nýr vegur við hliðinna á þessu vatni! Fleira "skemmtilegt" gerðist nú reyndar í ferðinni. Við gistum eina nótt á Laugum og þegar við komum út um morguninn þá var bíllinn rafmagnslaus. Við prófuðum að láta hann renna í gang án árangurs. Náðum sambandi við mann á staðnum sem kom með starkappla og á meðan fór ég og opnaði húddið, stakk lyklunum í svissinn og lokaði. Helv "tæknibúnaðurinn" í druslunni læsti síðan bílnum með lyklana inni og við með opið húdd, rafmagnslausir með kapplana tilbúna! Fengum náunga á næsta verkstæði til aðstoðar og fyrir rest þá hafðist þetta nú, en get ekki sagt að maður hafi verið ljómandi af gleði eftir þetta ævintýri!
Prinsessan kom heim á fimmtudaginn og er hin sprækasta. Er alltaf jafndugleg eins og mamma hennar sem mesta umsjón hefur með verkefnum hér heima. Við böðuðum hana í fyrsta sinn hér heima í gærkvöldi og það tókst allavega. Fengum öndvegis útbúnað hjá þeim í Þorláksgeislanum til þeirrar framkvæmdar. Amman og afinn í Fagradal kíktu á hana í gærkvöldi. Eins og ég segi þá gengur þetta bara ljómandi nema þá hlest hvað það er voða lítið skemmtilegt að vera svona "helgarpabbi" eða þannig. Setti inn nokkrar myndir frá heimferð og baði.
Prinsessan kom heim á fimmtudaginn og er hin sprækasta. Er alltaf jafndugleg eins og mamma hennar sem mesta umsjón hefur með verkefnum hér heima. Við böðuðum hana í fyrsta sinn hér heima í gærkvöldi og það tókst allavega. Fengum öndvegis útbúnað hjá þeim í Þorláksgeislanum til þeirrar framkvæmdar. Amman og afinn í Fagradal kíktu á hana í gærkvöldi. Eins og ég segi þá gengur þetta bara ljómandi nema þá hlest hvað það er voða lítið skemmtilegt að vera svona "helgarpabbi" eða þannig. Setti inn nokkrar myndir frá heimferð og baði.

1 ummæli:
Flottar myndir frá austfjörðum. Nokkuð ljóst að maður verður að láta sig hafa það einhvertíman, að ferðast alla þessa leið þangað og túristast! :) og auðvitað rosa fínar myndir af dömunni. Gott og gaman að hún er loks komin heim til sín :) En...fortsat go´weekend! ;)
Skrifa ummæli