Miðsumar/Heyannir
Vá sumarið að verða búið og þar af leiðandi vinnan sem líkur í næstu viku. Við fórum vestur í Fagradal um verslunarmannahelgina og á sunnudeginum á Kjörseyri. Inga og krakkarnir (allir þrír) voru eftir þar þegar ég fór suður. Við Gunni erum búnir að vera svo duglegir að vinna af okkur að ég kemst aftur norður á morgun. Þar eru flestir að undirbúa hestaferð sem áætluð er um helgina og maður fylgist væntanlega með henni eftir bestu getu.
Stelpan er hin sprækasta og dafnar vel, þyngist og lengist eins og vera ber. Við hittum Hönnu Björg frænku hennar þegar við vorum í Fagradal og ekki laust við að örlítill stærðarmunur væri á þeim!
Þegar þetta er ritað er ég að horfa á æsispennandi (og Magnaðan) þátt á Skjá1. Gaurinn að austan fékk að syngja aftur og er alveg merkilega góður. Ekkert smá gaman fyrir hann að fá svona góða dóma hjá þessum snillingum sem tjá sig varla nema í bundnu máli eða þannig. Svo virðist sem Magni haldi áfram í þessu og óska ég honum til hamingju með það.
Ætla að láta þetta duga í bili. Laumaði inn nokkrum myndum frá verslunarmannahelginni.
Stelpan er hin sprækasta og dafnar vel, þyngist og lengist eins og vera ber. Við hittum Hönnu Björg frænku hennar þegar við vorum í Fagradal og ekki laust við að örlítill stærðarmunur væri á þeim!
Þegar þetta er ritað er ég að horfa á æsispennandi (og Magnaðan) þátt á Skjá1. Gaurinn að austan fékk að syngja aftur og er alveg merkilega góður. Ekkert smá gaman fyrir hann að fá svona góða dóma hjá þessum snillingum sem tjá sig varla nema í bundnu máli eða þannig. Svo virðist sem Magni haldi áfram í þessu og óska ég honum til hamingju með það.
Ætla að láta þetta duga í bili. Laumaði inn nokkrum myndum frá verslunarmannahelginni.
1 ummæli:
sko hurru manni minn!!!!
þú kemur ekki upp þeirri fíkn í manni að dást hér að myndasíðu þar sem uppfært er vikulega og mar liggur slefandi yfir fallega landinu sínu (sem mar hefur greinilega ekki upplifað!!) og fegurðardísarfrænkunni...og skilur mann svo bara eftir "cold turkey"!!!
HVAR ERU NÝJUSTU MYNDIRNAR!!! ÉG ER MEÐ SLÆM FRÁHVARFSEINKENNI...KOMA SVO!!!
Skrifa ummæli