föstudagur, ágúst 25, 2006

Þyngdarlögmálið........

.. er eitthvað að stríða mér um þessar mundir. Ég hef minnkað einhvern helling í sumar, allavega passar ekki lengur saman hjá mér þyngd og hæð. Ekki það að staðan hafi verið neitt sérlega góð í sumarbyrjun! Helst er ég þó á þeirri skoðun að vogin sem til er hér á heimilinu sé kolvitlaus. Okkur datt í hug að prófa að vikta stelpuna eftir að hún kom úr baði og tölurnar voru ca 4,5kg +/- 3,0kg! Hún var ekkert sérlega ánægð með svona meðferð (stelpan sko)! Annars er allt ljómandi að frétta af henni, gerir allt sem svona ungabarn á að gera þannig að við erum voða hamingjusöm. Nei það er ekki búið að nefna hana og verður ekki gert. Hún fær sitt nafn/nöfn þegar hún verður skýrð. Nei það er ekki búið að ákveða daginn, en gera má ráð fyrir að það verði fyrir jól!
Ingþór, Lísa og Berglind Björk kíktu í stutta heimsókn í dag og þá lét hún nú svoldið í sér heyra, þannig að það er skap í henni (man ekki eftir mér svona, ekki það að ég sé að meina neitt sérstakt).
Nú erum við skólakrakkarnir á heimilinu byrjuð í skóla, ég byrjaði á mánudaginn, Lilja og Arnar á miðvikudaginn. Vinnuferðirnar búnar og reynt að koma hlutunum í fastar skorður.
Við ætlum að skreppa vestur í Fagradal um helgina og gæta búsins á meðan heimilsifólkið bregður sér af bæ. Verðu ljómandi gaman að slaka á þar. Síðan er svipuð ferð fyrirhuguð á Kjörseyri helgina eftir, þannig að við verðum lítið í bænum næstu helgar því það styttist í leitir.
Ég setti inn nokkrar myndir úr hestaferð sem farin var frá Kjörseyri fyrir stuttu. Styttist í myndir af stelpunni vona ég.
Læt þetta nægja í bili og hafið það sem best.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra hvað gengur vel með skvísuna. Hlakka til að sjá nýjar myndir af henni. B. kv.

Nafnlaus sagði...

Vissir þú þetta með Serenu? Bara dáin greyjið!

INGIMAR sagði...

Búhú, hölmulegt!