Þyngdarlögmálið........
.. er eitthvað að stríða mér um þessar mundir. Ég hef minnkað einhvern helling í sumar, allavega passar ekki lengur saman hjá mér þyngd og hæð. Ekki það að staðan hafi verið neitt sérlega góð í sumarbyrjun! Helst er ég þó á þeirri skoðun að vogin sem til er hér á heimilinu sé kolvitlaus. Okkur datt í hug að prófa að vikta stelpuna eftir að hún kom úr baði og tölurnar voru ca 4,5kg +/- 3,0kg! Hún var ekkert sérlega ánægð með svona meðferð (stelpan sko)! Annars er allt ljómandi að frétta af henni, gerir allt sem svona ungabarn á að gera þannig að við erum voða hamingjusöm. Nei það er ekki búið að nefna hana og verður ekki gert. Hún fær sitt nafn/nöfn þegar hún verður skýrð. Nei það er ekki búið að ákveða daginn, en gera má ráð fyrir að það verði fyrir jól!
Ingþór, Lísa og Berglind Björk kíktu í stutta heimsókn í dag og þá lét hún nú svoldið í sér heyra, þannig að það er skap í henni (man ekki eftir mér svona, ekki það að ég sé að meina neitt sérstakt).
Nú erum við skólakrakkarnir á heimilinu byrjuð í skóla, ég byrjaði á mánudaginn, Lilja og Arnar á miðvikudaginn. Vinnuferðirnar búnar og reynt að koma hlutunum í fastar skorður.
Við ætlum að skreppa vestur í Fagradal um helgina og gæta búsins á meðan heimilsifólkið bregður sér af bæ. Verðu ljómandi gaman að slaka á þar. Síðan er svipuð ferð fyrirhuguð á Kjörseyri helgina eftir, þannig að við verðum lítið í bænum næstu helgar því það styttist í leitir.
Ég setti inn nokkrar myndir úr hestaferð sem farin var frá Kjörseyri fyrir stuttu. Styttist í myndir af stelpunni vona ég.
Læt þetta nægja í bili og hafið það sem best.
Ingþór, Lísa og Berglind Björk kíktu í stutta heimsókn í dag og þá lét hún nú svoldið í sér heyra, þannig að það er skap í henni (man ekki eftir mér svona, ekki það að ég sé að meina neitt sérstakt).
Nú erum við skólakrakkarnir á heimilinu byrjuð í skóla, ég byrjaði á mánudaginn, Lilja og Arnar á miðvikudaginn. Vinnuferðirnar búnar og reynt að koma hlutunum í fastar skorður.
Við ætlum að skreppa vestur í Fagradal um helgina og gæta búsins á meðan heimilsifólkið bregður sér af bæ. Verðu ljómandi gaman að slaka á þar. Síðan er svipuð ferð fyrirhuguð á Kjörseyri helgina eftir, þannig að við verðum lítið í bænum næstu helgar því það styttist í leitir.
Ég setti inn nokkrar myndir úr hestaferð sem farin var frá Kjörseyri fyrir stuttu. Styttist í myndir af stelpunni vona ég.
Læt þetta nægja í bili og hafið það sem best.
3 ummæli:
Gott að heyra hvað gengur vel með skvísuna. Hlakka til að sjá nýjar myndir af henni. B. kv.
Vissir þú þetta með Serenu? Bara dáin greyjið!
Búhú, hölmulegt!
Skrifa ummæli