Gróðurhúsaáhrifin!

Annars er það að frétta hjá okkur að nóg er um að vera næstu daga. Við förum í barnaafmæli upp í Mosó seinnipartinn í dag, Birta Rún verður tveggja ára og bara til hamingju með það. Í bakaleiðinni verður stoppað í Grafarholtinu hjá Þórólfi&Katrínu í matarboði fyrir okkur bræðurna og fjölskyldur. Tilefnið er Íslandsreisa Sigga bró og fjölsk. Því miður næst ekki að safna nema 80% af okkur bræðrum í þennan kvöldverð þar sem Torfi hefur ekki tök á að vera með. Á morgun förum við síðan norður á Kjörseyri og fáum kannski að reka nokkrar rollur þar. Á sunnudaginn verð ég síðan eftir einhversstaðar út á Mýrum þar sem við félagarnir erum að fara að veiða í Hítará á mánudag. Helst ætluðum við að bleyta girni einhversstaðar á sunnudeginum ef möguleiki er á.
Sú stutta er alltaf jafn flott eins og áður hefur komið fram sennilega. Setti inn nokkrar myndir af henni í gær ásamt einhverju fleiru.
Læt þetta nægja í bili og bið ykkur vel að lifa.
2 ummæli:
Góða helgi kæra fjölskylda! Þetta hljómar sem gott plan: kaffiboð, matarboð, sveitin og veiði! Ekki amalegt það.
Frábærar nýju myndirnar :D
Hilsen hdg
hehe góður þessi með gróðurhúsaáhrifin... Og einnig með lognið í Hrútafirðinum, það er alltaf á ótrúlegri ferð inn þennan blessaða Hrútafjörð!!!
Skrifa ummæli