miðvikudagur, september 13, 2006

Mokveiði....

.. var ekkert að angra okkur í veiðitúrnum á mánudaginn! Veðrið á sunnudeginum gaf heldur ekki tilefni til neinna veiðitilburða af minni hálfu allavega. Sem betur fer er maður það vel upp alinn í ungmennafélagshreyfingunni að málið var aðallega að vera með, ekkert endilega að veiða, sem var raunin. Að vísu komu 4 laxar á land, en ég var alveg blásaklaus af þeim tilþrifum.
Hittingar síðasta föstudag voru alveg hreint stórfínir. Afmælið hjá Birtu Rún var ljómandi skemmtilegt og nóg af kökum og tertum. Þaðan héldum við síðan í matarboð (já einmitt, gúdd plan) til Þórólfs og Katrínar. Hittum þar fyrir Kalla og fjölsk ásamt Sigga, Ines og Aaroni. Þetta var að sjálfsögðu svaka gaman og frábær matur. Sú stutta var handfjötluð af töluvert mörgum þennan daginn, enda var hún orðin ansi þreytt þegar heim var komið um miðnættið.
Morguninn eftir var haldið af stað á Kjörseyri og náðum við beint í hádegismatinn. Slökun þar fram á sunnudaginn og haldið af stað suður seinni part dags. Ég var skilinn eftir í Borgarnesi þar sem Ingþór og Þórólfur pikkuðu mig upp á leið upp í Hítará eins og áður hefur komið fram.
Næsta helgi verður nú ekkert sérlega róleg trúi ég. Ætli við streymum ekki af stað annað kvöld í Hrútafjörðinn. Ég held síðan sem leið liggur vestur í Fagradal einhverntíma í framhaldinu. Leitir verða á föstudeginum fyrir norðan en á laugardag fyrir vestan. Gera má ráð fyrir óhemju subbulegri ferð fram á fjall heima eftir rigningar undanfarið, spurning hversu langt verður hægt að þvælast á Zetor. Annars verður sennilega að fara tvær ferðir vegna fjöldans sem tilkynnt hefur komu sína í Fagradal þetta árið. Heyrði í Torfa í gær og hann var að nálgast 40 manns í talningunni þegar ég gafst upp á að hlusta! Verður nokkuð þröngt á kindagreyjunum þegar dregið verður í sundur.
Vá ég er búinn að skrifa alltof mikið. Hætti þessu í bili. Setti inn nokkrar myndir í viðbót.
Bestu kveðjur til ykkar allra og heyrumst eftir leitir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara eitt smáá komment...meðan ÞÚ varst í slökun vorum VIÐ að hlaupa um eins og vittleysingar um öll tún í sveitinni.....og hananú;)
vildi bara leiðrétta þetta:)
...