Eða var það réttir og leitir! Hvað sem því líður þá voru réttir víða um land þessa helgina og þá safnast saman ótrúlegur mannfjöldi til að taka þátt í og aðstoða frændfólk, vini og kunningja við að ná heim búfénaði. Þessi mynd náðist fyrir einhverja tilviljun af okkur bræðrunum heim í Fagradal eftir að hafa rekið rollur fram og til baka alla helgina. Leitir gengu ljómandi vel þrátt fyrir þokuslæðing sem hékk yfir hluta laugardagsins. Fjárdráttur gekk nokkuð vel og mest allt ókunnugt komst á sínar heimaslóðir held ég bara. Kunnugt fé hefur það ágætt heim í haga. Fjölmennt var að vanda í Fagradal og held ég að 36 manns hafi snætt eftirleitarlærin á laugardeginum. Að sjálfsögðu var síðan sungið ótæpilega og drukkið af hjartans lyst fram eftir nóttu.Fjölskyldan mín var á sama tíma á Kjörseyri þar sem álíka mikið var um að vera. Þar var smalað á föstudeginum og gekk bara ljómandi. Kannski sú stutta geti kíkt á rollurnar á næsta ári og horft á systkyni sín hlaupa um og reka rollur. Að þessu sinni svaf hún þetta mest allt af sér og meira að segja fjörið á föstudagskvöldinu.
Ætli þetta dugi ekki að sinni og reikna má með nokkrum myndum í vikunni.
Bestu kveðjur.
5 ummæli:
Flott mynd af ykkur bræðrum :)
Já mjög flott mynd:) kv. Kolla fræ, já gettu hvor!
nei það var ekki ég:-) kv. Kolla fræ, gettu hvor!
MJÖG flott mynd - rétt að vekja athygli á að hægt er að stækka myndina með því að smella á hana - þá sjást þessir fjallmyndarlegu menn betur auk þess sem þá má sjá vinstra megin fermingarmynd af Ingimar (mo ha ha ha ).
Ok það var allt í lagi að nefna þetta með stækkunina, en hitt var nú algjör óþarfi!!
Skrifa ummæli