laugardagur, september 23, 2006

Myndband

Myndbandið sem hér var hægt að skoða er hægt að nálgast inn á myndasíðunni undir My videos.
Maður er svona að jafna sig á harðsperrunum eftir fyrstu leit og getur því farið að hlakka til þeirrar næstu! Annars smalaðist svo svakalega vel í þokunni um daginn að það er alveg óvíst hvort það þurfi nokkuð að fara aftur. Það var alveg svakalegt fjör þessa leitarhelgi og nóg af mannskap til að þvælast fyrir fénu.
Héðan af Ásbrautinni er gott að frétta. Sú stutta stendur sig vel að vanda enda styttist í þriggja mánaða afmælið hennar, þó hún sé eiginlega eins og hálfs! Samt ekki eins og hálfs, eða þannig.
Setti inn nokkrar myndir af henni í dag og nokkrar frá því á réttarhelginni.
Læt þetta nægja í bili og hafið það sem best.

Engin ummæli: