miðvikudagur, október 25, 2006

Afgangar

Það er mesta furða hvað gengur á birgðirnar sem komu heim úr skírnarveislunni. Eitthvað hefur endað í hölduplastpokum sem dottið hafa niður rennu hér fyrir utan dyrnar.
Inga og Erla Dagmar fóru norður á Kjörseyri í morgun. Tóku rútuna ásamt eldri hjónum, ekki nema 36 sæti laus af þessum 40 sem voru þarna! Þær ætla að vera fram á sunnudag og taka þátt í hausstörfunum í sveitinni. Við skólakrakkarnir björgum okkur á meða hér syðra, að vísu eru Lilja og Arnar í vetrarfríi fimmtudag og föstudag. Þau þurfa að vísu að sjá um blaðburð þannig að það er ekki alveg frí hjá þeim.
Ég var að fylgjast með heljar miklum og löngum fréttum af flugslysi......... sem varð ekki í dag. Viðtöl við lögreglumenn, sýslumenn, slökkviliðsmenn, björgunarsveitamenn og marga fleiri sem stóðu sig óaðfinnanlega við björgunarstörf. Læknar stóðu sig vonum framar og stigu ekki feilspor í því ferli sem svona alvarleg flugslys setja af stað. Allt endaði þetta vel og meira að segja þurfti ekki að veita farþegunum áfallahjálp!
Segjum þetta gott í bili og hafið það sem best.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið litla frænka:) kv. Kolla Edda