Erla Dagmar Ingimarsdóttir
Já gott fólk það er búið að skíra dömuna og eins og gefið er í skyn í fyrirsögninni þá heitir stúlkan í höfuðið á ömmunum sínum. Athöfnin fór fram í Kópavogskirkju og veisla í safnaðarheimilinu. Okkar nánustu mættu flest öll, en það dugði skammt til að torga því gífurlega magni af kökum og kruðeríi sem á boðstólum var! Næsta vika fer í að henda afgöngum svona smátt og smátt eftir því sem maður fær ógeð á. Þetta fór allt vel fram og var vel heppnað á allan hátt. Við erum öll mjög lukkuleg og held að Erlu Dagmar lítist alveg ljómandi vel á nafnið. Hún var að minnsta kosta afskaplega góð og dugleg í dag þar sem hún svingaði á milli manna og var mynduð í bak og fyrir. Nokkrar myndir eru farnar inn á myndasíðuna. Takk fyrir í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli