Stuna...
Já ég viðurkenni það að frá mér hefur varla heyrst hósti né stuna í nokkurn tíma. Hugmyndin er að reyna bæta úr því og setja inn nokkrar línur á þessum sólríka degi.
Svo maður haldi áfram þar sem frá var horfið síðast þá var ljómandi gaman í seinni leitum fyrir vestan þó svo að minningin sé svoldið í móðu. Það komu ekki margar rollur af fjalli, en úr því var bætt með að smala flest önnur svæði í nágrenninu og fylla húsin. Um síðustu helgi fóru Inga, Arnar Ingi og sú stutta norður á Kjörseyri í smá rollurag, en við Lilja vorum í bænum. Þótt ótrúlegt sé þá gæti allt eins farið svo að við verðum bara öll í bænum þessa helgina!
Búið að vera nokkuð mikið um að vera í fótboltanum síðustu daga. Sumt er eftirminnilegra en annað í þeim efnum. Strákarnir stóðu sig vonum framar gegn Svíum í gærkvöldi eftir ekki alveg eins góða ferð til Lettlands um helgina. Hápunktur umferðarinnar er þó tvímælalaust seinna markið sem Englendingar fengu á sig gegn Króötum.
Stelpan er alltaf jafn fallega og frísk. Þið fáið engar myndir að þessu sinni, bæti úr því við fyrsta tækifæri.
Bestu kveðjur.
Svo maður haldi áfram þar sem frá var horfið síðast þá var ljómandi gaman í seinni leitum fyrir vestan þó svo að minningin sé svoldið í móðu. Það komu ekki margar rollur af fjalli, en úr því var bætt með að smala flest önnur svæði í nágrenninu og fylla húsin. Um síðustu helgi fóru Inga, Arnar Ingi og sú stutta norður á Kjörseyri í smá rollurag, en við Lilja vorum í bænum. Þótt ótrúlegt sé þá gæti allt eins farið svo að við verðum bara öll í bænum þessa helgina!
Búið að vera nokkuð mikið um að vera í fótboltanum síðustu daga. Sumt er eftirminnilegra en annað í þeim efnum. Strákarnir stóðu sig vonum framar gegn Svíum í gærkvöldi eftir ekki alveg eins góða ferð til Lettlands um helgina. Hápunktur umferðarinnar er þó tvímælalaust seinna markið sem Englendingar fengu á sig gegn Króötum.
Stelpan er alltaf jafn fallega og frísk. Þið fáið engar myndir að þessu sinni, bæti úr því við fyrsta tækifæri.
Bestu kveðjur.
1 ummæli:
Já, þetta mark var ótrúlegt og ég átti ekki von á slíku hjá landsliði Englands. En þegar maður skoðar það betur þá getur markmannsgreyið ekkert að þessu gert þar sem boltinn skoppar af ójöfnu um leið og hann ætlar að sparka honum.
Kv. Þórólfur
Skrifa ummæli