föstudagur, nóvember 17, 2006

Afsakið hlé!

Ég biðst velvirðingar á þessu hléi sem verður núna á þeirri bull-pásu sem í gangi var. Þetta má að sjálfsögðu rekja til tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá stjórnanda síðunnar. Þetta kemur ekki fyrir aftur, ég endurtek ekki.......
Annars er allt ágætt að frétta nema þá helst að frostið rífur í og frís í æðum blóð, eins og skáldið skrifaði forðum. Prófin hálfnuð hjá mér eða réttara sagt þá er ég búinn með helminginn af prófunum sem ég tek að sinni. Helmingurinn af þeim sem eru búin gekk ágætlega, hinn ekki. Seinni helmingurinn af öllu er eftir og er fyrri helmingurinn af seinni helmingnum á mánudaginn en seinni helmingurinn af seinni helmingnum á fimmtudaginn.
Erla Dagmar er alltaf jafn hress. Vex og dafnar með hverjum deginum sem líður. Hún er víst óttaleg dekurrófa og sá sem þetta skrifar er víst ekki sá sem dekrar minnst við hana. Hef heyrt að maður eigi ekki alltaf að hlaupa til þegar heyrist í henni, er að vinna í þessu! Nafna hennar Auðbjörg Erla er í heimsókn núna þegar þetta er skrifað og það bara í annað sinn sem tvær Erlur eru í íbúðinni í einu, verða reyndar þrjár í fyrramálið frétti ég áðan. Setti inn smá spjallvídeó með Erlu Dagmar.
Læt þetta nægja í bili en get ómögulega lofað að fleiri tæknileg mistök geti ekki átt sér stað á næstunni.
Hafið það sem best.

Engin ummæli: