Neutral
Jebb ég er búinn að setja í hlutlausa gírinn í toppstykkinu og verð þannig fram á mánudaginn trúi ég. (Já enga svoleiðis brandara takk fyrir). Hvað sem því líður þá er prófatörnin búin og við tekur þriggja vikna kúrs sem byrjar á mánudaginn.
Við fórum í afmælisparty hjá Katrínu mágkonu og Jónu vinkonu hennar á laugardagskvöldið. Var í einhverjum sal nálægt Nauthólsvíkinni og var virkilega vel heppnað. Margt fólk og miklar veigar. Við vorum nokkuð heppin að vera á bíl því illa gekk að fá leigubíla vegna veðurs og færðar þegar á nóttina leið. Held að allir hafi þó komist heilir heim fyrir rest.
Erla Dagmar fór í 5 mánaða uppherslu og bleijuskipti í dag. Nei ekki alveg en allavega í skoðun, mælingu og sprautu. Hún fer ekki millimeter útfyrir kúrfuna og vigtaðist slétt 6kg. Lengdarmæling gekk frekar erfiðlega en með ákveðinni námundun mældist hún ca 61 cm. Þrælmóðgaðist þegar hún var stungin í lærið en var fljót að jafna sig. Veður og færð hefur ekki verið upp á það besta til að rúnta með barnavagn og hafa þær mæðgur því haldið sig að mestu heimavið síðustu daga.
Svona að lokum þá setti ég inn nokkrar myndir áðan.
Bestu kveðjur.
Við fórum í afmælisparty hjá Katrínu mágkonu og Jónu vinkonu hennar á laugardagskvöldið. Var í einhverjum sal nálægt Nauthólsvíkinni og var virkilega vel heppnað. Margt fólk og miklar veigar. Við vorum nokkuð heppin að vera á bíl því illa gekk að fá leigubíla vegna veðurs og færðar þegar á nóttina leið. Held að allir hafi þó komist heilir heim fyrir rest.
Erla Dagmar fór í 5 mánaða uppherslu og bleijuskipti í dag. Nei ekki alveg en allavega í skoðun, mælingu og sprautu. Hún fer ekki millimeter útfyrir kúrfuna og vigtaðist slétt 6kg. Lengdarmæling gekk frekar erfiðlega en með ákveðinni námundun mældist hún ca 61 cm. Þrælmóðgaðist þegar hún var stungin í lærið en var fljót að jafna sig. Veður og færð hefur ekki verið upp á það besta til að rúnta með barnavagn og hafa þær mæðgur því haldið sig að mestu heimavið síðustu daga.
Svona að lokum þá setti ég inn nokkrar myndir áðan.
Bestu kveðjur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli