fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Odense

Var að tala við þreytta ferðalanga áðan. Þær mæðgur (allar) eru komnar til Odense heilu og höldnu en þreyttar eftir langt og strangt ferðalag. Inga var með hana hangandi framan á sér megnið af leiðinni og eru þær orðnar þreyttar á hvor annari núna held ég. Annars var Erla Dagmar víst ósköp ljúf alla leiðina. Við fengum lánaðan burðarpoka hjá Berglindi Björk og virkar hann alveg frábærlega. Það voru fagnaðarfundir hjá þeim systrum/frænkum/frænda við komuna, en hef trú á að flestir ætli í bælið og hvíla sig.

Ég setti inn nokkrar myndir (loksins) áðan og vona að það komi slatti erlendis frá fljótlega.

Bless í bili.

Engin ummæli: