laugardagur, nóvember 04, 2006

Samkvæmt áætlun!

Ég talaði við Ingu áðan í síma og eftir því sem mér skildist þá gengur þetta allt samkvæmt áætlun. Þorðum ekki að tala frjálslega því auðvitað gæti síminn verið hleraður. Eins og ég sagði þá gengur áætlunin vel og virðast frændur okkar þar ytra vera alveg grunlausir gagnvart uppkaupum þeirra systra á stórmörkuðum í Odense. Annað er líka ljómandi þarna hjá þeim og hafa allir það gott.
Mig langar að óska þeim Ottó og Lindu innilega til hamingju með hann Svein Mikael sem skírður var í dag. Fallegt nafn sem hæfir fallegum dreng.
Læt þetta nægja í bili.
Hadebra

Engin ummæli: