sunnudagur, desember 10, 2006

Myndir segiru...

Borið hefur á því undanfarið að einhverjir hafa, ég vil ekki segja kvartað, en gert athugasemdir við hvað lítið hefur komið inn af myndum á myndasíðuna síðustu vikur. Þrátt fyrir gífurlegt álag þá sá ég mér fært að verða við þessum óformlegu beiðnum og setti inn töluvert af myndum núna áðan. Þetta er svona sitt lítið af öðru hvoru og vona ég að þið njótið þeirra líkt og ég geri.
Þar sem óhemju stutt er liðið frá síðasta ritlingi hérna þá hef ég hugsað mér að hafa þetta ekki lengra að sinni.
Munið eftir jólastressinu, bless bless.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk ;)